verdicta.is

Við hjálpum fyrirtækjum að taka stökkið.

Viltu hækka NPS eða auka markaðshlutdeild? Viltu auka ánægju viðskiptavina og viðskiptatryggð? Viltu auka vinsældir fyrirtækis og koma því í 1. sæti í „top-of-mind” mælingum? Eða viltu bæta ímynd eða auka traust? Þetta er það sem Verdicta gerir og til að finna réttu leiðirnar þá notum við rannsóknir og ráðgjöf.

Dæmi um árangur fyrir okkar viðskiptavini:

  • Markaðshlutdeild sexfaldast.
  • NPS vex um 38 stig.
  • „Awareness” og „Top-of-Mind” fjór- til fimmfaldast.
  • Ánægja viðskiptavina fjórfaldast.
  • Ímynd fyrirtækis fer frá mjög neikvæðu yfir í jákvætt.
  • Neikvæðum fréttum um fyrirtæki fækkar um 65% á einu ári.

Við erum sérfræðingar í ímynd fyrirtækja og að nota hana til að láta aðra mælikvarða vaxa. Þannig veitir jákvæð ímynd fyrirtækjum forgjöf því þau fyrirtæki sem njóta ávaxta af jákvæðri ímynd þurfa að eyða miklu minna fjármagni til að ná til viðskiptavina. Þegar ímyndarvinna er unnin þá er mikilvægt að giska ekki á hvað væri best fyrir fyrirtæki að gera heldur þarf að beita rannsóknum og faglegri ráðgjöf til að finna út hvað virkar örugglega. Lykilatriði er að vita hvaða „takka” á að ýta á í stað þess að prófa sig áfram þangað til eitthvað virkar.  Til þess notum við bæði tölfræðirannsóknir en leggjum einnig áherslu á að rannsaka ómeðvitaðar hugsanir neytenda þ.e. að skilja hvernig þeir taka ákvarðanir og hvað þarf að gera til að fá þá til að velja tiltekna valkosti. Með því að rannsaka ómeðvitaðar hugsanir viðskiptavina getum við fundið út það sem viðskiptavinir vita ekki alltaf sjálfir: Af hverju þeir velja fyrirtæki og vörumerki, af hverju þeir velja ekki tiltekin fyrirtæki og vörumerki og af hverju þeim líkar eða líkar ekki við tiltekna valkosti.

Yfir 90% af okkar veltu er vegna endurtekinna viðskipta sömu fyrirtækja sem biðja um þjónustu aftur og aftur, ár eftir ár.

Við höfum þróað heilstæða aðferð sem kallast Corporate Framing sem tekur allt sem snýr að viðskiptavinum algerlega í gegn og lætur alla helstu mælikvarða vaxa jafnt og þétt, ár frá ári. Sá árangur sem náðst hefur hjá fyrirtækjum á Íslandi með notkun þessarar aðferðafræði hefur opnað dyr fyrir Verdicta erlendis.

Einnig höfum við þróað einstæða aðferð sem kallast adFactor sem notar net til að mæla hvaða hugsanir auglýsingar vekja upp. Það er ekki nóg að vita allt um birtingu auglýsinga og hversu margir sjá þær. Lykilatriði er að skilja til hlítar hvaða hugsanir þær vekja upp hjá þeim sem horfa. Eru það jákvæðar hugsanir eða jafnvel neikvæðar í einhverjum tilvikum? Vekur auglýsing upp nægjanlega sterkar hugsanir eða eru viðbrögð fremur hlutlaus og áhrifalítil? Þetta er lykilatriði til að ná betri ávöxtun á markaðsfé.

Að auki notum við allar helstu aðferðir markaðsrannsókna til að afla upplýsinga til að geta veitt djúpa ráðgjöf um hvaða leiðir séu bestar.

Við vinnum bæði fyrir fyrirtæki á Íslandi og erlendis.

― ― ―

Verdicta og starfsmenn vinna að verkefni sem Tækniþróunarsjóður styrkir. Tækniþróunarsjóður er hluti af Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís.