verdicta.is

Að ramma inn umræðuna

Aðferðafræðin sem við beitum heitir „Framing” hentar til að ná betri árangri í umræðunni.

  • Er umræða sem tengist fyrirtæki eða einstaklingi erfið og neikvæð?
  • Er erfitt að stýra umræðu í réttan farveg?
  • Hefur fyrirtækið eða einstaklingurinn margt að leggja í umræðuna sem fær lítinn hljómgrunn?
  • Er mikið gert úr því að snúa út úr í umræðunni?

Með „Framing”-aðferðinni er hægt að ná tökum á umræðu og fá áheyrendur til að veita málflutningi athygli.

„Framing” er ekki PR þjónusta og er ekki aðferðafræði til að koma ákveðnum atriðum á framfæri og hylja önnur. Slíkt virkar yfirleitt ekki vel. „Framing” er hins vegar aðferðafræði til að greina sanna og rétta þætti mála sem komast ekki að í umræðunni og ramma þá inn upp á nýtt þannig að þeir hljóti meiri hljómgrunn en áður og að réttmæt og heiðarleg sjónarmið komist til eyrna fólks. Til að það gerist þarf að ramma sum málefni inn upp á nýtt, finna nýtt sjónarhorn á mál og taka upp alveg nýtt orðalag sem er hittir betur í mark.

Nánar um „Framing”

Hér eru nokkur þekkt dæmi úr íslenskri umræðu þar málefni og skoðanir hafa verið römmuð rangt inn. Stundum er það þannig að orð þess sem talar skemma mikið fyrir og eru ekki til að hjálpa við að upplýsa eða koma réttmætum sjónarmiðum að. Eins og sjá má er 1. reglan í „Framing” sú að eyða ekki tíma í að tala um það sem maður er ekki, gerði ekki eða það sem mun ekki gerast. Ekki tala um hvað maður ætlar ekki að viðurkenna og ekki taka upp þann umræðuramma sem andstæðingar eru að reyna að koma af stað í umræðunni:

platter1

Þegar öllum reglum „Framing” er beitt og umræðan skipulögð út frá því sem er satt og rétt þá er yfirleitt hægt að ná miklum árangri í umræðunni.  Það hefur síðan þau áhrif að ímynd batnar mikið, traust eykst og aðrir enda á því að taka upp þann umræðuramma sem maður vill sjálfur koma inn í umræðuna.

Verdicta hefur aðstoðað stór og lítil fyrirtæki, stofnanir, ráðuneyti, ýmis embætti og einnig einstaklinga (oft í opinberum stöðum) til að ná betri tökum á umræðunni með „Framing”. Í slíkum störfum þá er oft gerð „Umræðubók” sem hjálpar viðkomandi aðila að setja fram (ramma inn) sín málefni þannig að fleiri taki eftir og að árangur náist.