Nú á tímum er nær allt vitað um birtingu og áhorf auglýsinga. Hvað margir sáu auglýsingu og hve mikið var birt. Brýn nauðsyn er þó að mæla einnig þau áhrif sem auglýsingar vekja upp því á endanum skilar fjárfesting í auglýsingum sér fyrst og fremst í gegnum þau áhrif sem þær hafa á áhorfendur. Kjarninn í því er að greina hvaða hugsanir og hugrenningatengsl auglýsingar vekja upp. adFactor mælir þetta og segir ekki aðeins til um hve hin raunverulegu áhrif auglýsinga eru heldur er reiknaður adFactor tala eða stuðull sem lýsir því talnalega hvort auglýsing sé að skila sér sem fjárfesting eða ekki.
adFactor stuðullinn getur legið á bilinu -100 og upp í +100 en þær auglýsingar sem fá gildi þar mitt á milli – eða nálægt núlli – eru áhrifalitlar auglýsinga þ.e. hafa hvorki jákvæð né neikvæð áhrif. Mjög slæmt er að fá adFactor stuðul sem er verulega neikvæður og er best að hætta strax að sýna slíkar auglýsingar því þær gera meira ógagn en gagn. Best er auðvitað að fá háan adFactor stuðul en rannsóknir sýna að það er fremur sjaldgæft. Algengast er að adFactor stuðull sé hóflega jákvæður þ.e. á bilinu 0 til +20 en mikið er um að auglýsingar skili slíkum áhrifum þ.e. séu fremur áhrifalitlar þó að skilaboðin séu í sjálfu sér ekki neikvæð.
adFactor mælingar greina áhrif auglýsinga með því að greina hvaða ómeðvitaðar hugsanir vakna:
adFactor getur mælt áhrif auglýsinga á öllum stigum:
- Með adFactor er hægt að prófa frumdrög að auglýsingu, handrit, auglýsingu á vinnslustigi eða fullkláraða auglýsingu
- Með adFactor er hægt að prófa alla miðla, TV / PRINT / WEB o.s.frv.
Með adFactor fæst ráðgjöf um hver áhrif auglýsinga séu á áhorfendur og hvort þær séu að búa til meira að jákvæðum hugsunum eða neikvæðum. Út frá því er hægt að draga ályktun um það hvort það eigi að sýna auglýsingu mikið og víða eða ekki. adFactor svarar þess vegna þeirri mikilvægu spurningu hvort tiltekin auglýsing sé góð fjárfesting því hún gefur til kynna ROMI (Return on Marketing Investment).
Hvernig fer adFactor mæling fram?
Þetta er vinnsluferlið í adFactor mælingu. Frá því að verkbeiðni berst líða 3-5 dagar þar til niðurstöðum er skilað.
Við spyrjum ekki beinna spurninga eins og „Hvernig fannst þér auglýsingin?” því með slíkum spurningum er ekki hægt að greina hvaða ómeðvitaðar hugsanir vakna um tiltekna auglýsingu. Fólk getur auðveldlega sagt að auglýsing sé „góð” þó að hún hafi næstum engin áhrif. Slíkar beinar spurningar segja því mjög lítið. Aðferðafræði adFactor gengur út á að greina áhrifin með öðrum hætti en með því að spyrja beint út.
Með adFactor hefur tekist að útbúa skilvirka, fljótlega og tiltölulega ódýra aðferð við að meta og mæla áhrifamátt auglýsinga.
Auðsótt mál er að fá nánari kynningu um adFactor.