verdicta.is

Forsendur í PensionPro kerfinu: Matskerfi lífeyrissjóða

Hér er hægt að lesa sér til um PensionPro kerfið (Matskerfi lífeyrissjóða)

Forsendur allra gagna sem birtast í PensionPro kerfinu eru þessar:

Tölur eru fengnar frá FME. Fyrirvari er með innsláttarvillur. Sumar tölur eru gefnar út til bráðabirgðar og hafa ekki verið endanlega staðfestar af sjóðum eða vörsluaðilum. Meðaltal er rúmfræðilegt meðaltal (geometric mean) fyrir árin sem sýnd eru í hverju tilviki  fyrir sig.

Á upphafsári hvers sjóðs fyrir sig er ekki hægt að gera ráð fyrir að ávöxtunartala þess árs endurspegli heildarávöxtun ársins því í sumum tilvikum hefur raunveruleg ávöxtun frá upphafsdegi ársins verið uppfærð á ársgrundvöll.  Getur þetta einnig átt við lokaár sjóða.  Upphafs- og lokaár sjóða endurspegla því ekki alltaf raunverulega ávöxtun sem sjóðsfélagar njóta heldur í sumum tilfellum ávöxtun sem uppfærð hefur verið á ársgrundvöll. Einnig kann að vera að sjóðsfélagar hafi ekki fengið þá ávöxtun sem sýnd er í sumum tilvikum ef sameining sjóða eða aðrar stórar breytingar hafa átt sér stað. Sem dæmi þá gætu tveir sjóðir hafa sameinast í einn og hluti sjóðsfélaga notið ávöxtunar frá annarri leið fyrir sameiningu.

Sumir sjóðir notast við vísitölu neysluverðs til að reikna út raunávöxtun á meðan  aðrir nota VNV. Aðrir miða við almenna raunávöxtun á meðan sumir miða við hreina raunávöxtun.  Flestir útreikningar á raunávöxtun eru gerðir af fyrirtækjunum  sjálfum og geta þar verið notaðar mismunandi aðferðir.  Einnig notast sumir sjóðir við mismunandi reiknireglur á raunávöxtun og kann því mismunandi útreikningur  á raunávöxtun að leiða til smávægilegs misræmis á milli aðila á því hvaða ávöxtun  aðilar sjóðs njóta í raun og veru.

Ávöxtun erlendra aðila fengin frá óháðum greiningarfyrirtækjum, oftast  Assekurata en einnig VersicherungsJournal, Procontra, Map Report, o.fl.  Tölurnar eru  leiðréttar með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar (VNV) skv. Hagstofu Íslands  og einnig gengisleiðréttar þar sem við á.  Tölur frá Bayern hafa ekki verið staðfestar því sá aðili hefur ekki svarað beiðnum um að afhenda tölur. Ávöxtun Bayern felur ekki í sér viðbótarþætti eins og Schlussanteile eða Bewertungsreserven, einungis Laufende Verzinsung-þáttinn. Bayern svaraði ekki ítrekuðum beiðnum um gögn.

 

Hafa verður í huga að aðstæður á fjármálamörkuðum voru sveiflukenndar sum árin í  töflunni, einkum á árinu 2008.  Ávöxtun innlendra aðila reyndist oft á tíðum slakari en í meðalári en ávöxtun aðila í erlendri mynt oft óvanalega góð vegna falls  íslensku krónunnar.  Einnig skal hafa í huga að óvarlegt er að nota fortíðartölur til að spá fyrir um ávöxtun í framtíð.

Ekkert tillit er tekið til kostnaðar aðila.

Engin ábyrgð er tekin á innsláttarvillum.