verdicta.is

Greiningarteymi Verdicta

Verdicta hefur í yfir 10 ár framkvæmt alls kyns greiningar bæði af eigin frumkvæði en einnig að beiðni viðskiptavina.

Greiningar fyrir viðskiptavini

  • Greiningar á samkeppnisaðilum. Vörur, þjónusta og eiginleikar bornir saman og fletir fundnir til að styrkja sölu og innviði.
  • Einföld upplýsingakerfi með nýjum söluáherslum og samkeppnisupplýsingum unnin. Styrkir sölupípuna og veitir sölufólki sterkari rök sem eykur líkur á að viðskiptavinir velji í takt við ráðleggingar sölufólks. Hentar einkum þegar verið er að selja flóknar vörur, þjónustu eða fjármálagjörnina.
  • Úttektir, skoðun á lagaumhverfi, ráðgjöf í málum er snerta Neytendastofu, Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlit.
  • Mat á nýjum lögum og reglugerðum og fjárhagslegum áhrifum þeirra á efnahag viðskiptavina.
  • Vöru- og þjónustugreiningar. Hvar er þitt fyrirtæki sterkara en samkeppnin? Hvar er samkeppnin sterkari?
  • Gerð reiknivéla til að bera saman nýja valkosti.

Greiningateymi Verdicta er sett saman úr starfsfólki Verdicta og svo öflugum sérfræðingum úr háskóla- og atvinnulífi ef verkefnin kalla á slíkt.

Greiningar af frumkvæði Verdicta

Verdicta hefur einstaka sinnum unnið greiningar á málefnum sem geta bætt þjóðfélagið. Nú síðast vann Verdicta greiningu á húsnæðismarkaðinum á Íslandi og lagði fyrir tillögur um það hvernig hægt væri að endurskipuleggja húsnæðismál. Tillagan var kölluð STRAX Í SKJÓL og má skoða hana með því að smella á þennan tengil:

sis-pic

 

Greining á fjármálagögnum

Verdicta fylgist með ávöxtun sjóða og gefur reglulega út óháðar ráðleggingar til handa almenningi um hvaða sjóðir séu að standa sig vel til langs tíma litið og hverjir síður. Með þessum upplýsingum getur almenningur fengið óháða ráðgjöf um hvaða valkosti sé vænlegt að horfa til þegar ávöxtun á viðbótarlífeyri (séreign) og almennum sparnaði er valin.

res3_vidbotarlifeyrir