verdicta.is

Ímyndarráðgjöf

Við erum sérfræðingar í ímyndarráðgjöf. Að laga greina ímynd fyrirtækja og finna áhrifaríkar leiðir til að byggja upp nýja og betri ímynd eða að styrkja þá ímynd sem fyrir er. Lykilatriði í ímynd er að hún verður að byggjast á sannleika og einlægum skilaboðum. Það er erfitt að byggja upp ímynd ef innistæðan fyrir henni er takmörkuð. Það er hins vegar ekki erfitt að byggja upp ímynd ef fyrirtæki á innistæðu fyrir henni og er tilbúið til að eiga einlægt samtal við almenning og viðskiptavini.

Gamlar aðferðir virka ekki eins og áður var

Fyrir mörgum árum var hægt að lagfæra ímynd með umbúðum. Það var hægt að auglýsa „traust fyrirtæki” og þá jókst traustið. Tímarnir hafa mikið breyst. Ímynd verður að byggjast á innistæðu og hún verður að vera sönn og flutt með skilboðum til viðskiptavina með einlægu samtali.

Stóra breytingin í ímyndarmálum (The Great Value Shift)

Í mörg ár þótti eftirsótt að fyrirtæki hefðu ákveðna eiginleika en grundvallabreyting hefur orðið í þessum efnum. Það er eins og að smekkur fólks fyrir því hvað fyrirtæki eiga að standa fyrir hafi breyst í grundvallaatriðum. Við hjá Verdicta sjáum þetta þannig að upp úr árunum eftir 2008 hafi orðið ákveðin þjóðfélagsbreyting í viðhorfum sem við köllum stóru viðhorfsbreytinguna „The Great Value Shift”.

the-great-value-shift2

Hin nýju gildi þarf að hafa í huga a.m.k. fyrir sum fyrirtæki sem eru að byggja upp öfluga ímynd. Gömlu gildin eru á útleið en einkenni þeirra má sjá á mörgum fyrirtækjum sem voru áberandi fyrir hrun.

Vandamál margra fyrirtækja í dag er að þau kunna vel þau gildi sem þau eru vön að standa fyrir en kunna síður að standa fyrir þau gildi sem fólk vill að fyrirtæki samsami sig við í dag. Að vissu leyti má sýna þessu ákveðinn skilning því fyrirtækjum er enn oft stjórnað af einstaklingum sem hafa góða þjálfun í gömlu gildunum og kunna best við sig þar á sviðinu. Þetta er meginástæða þess af hverju mörgum fyrirtækjum – einkum þeim stærri – gengur illa að fóta sig í samtali við viðskiptavini og almenning í nútímanum. Þau kunna ekki eins vel það „tungumál” sem nýju gildin krefjast.

Ímyndarráðgjöf Verdicta

Ímyndarráðgjöf Verdicta felst í því að greina með djúpum hætti þær hugsanir sem ímynd fyrirtækis byggir á. Að greina ímyndarþætti sem eru ráðandi og finna orsök þeirra og ástæður. Hvað er það sem orsakar neikvæða ímynd? Hvernig á að laga hana? Hvaða jákvæðu ímyndarþættir eru til staðar? Hvernig er hægt að efla þá? Hvaða jákvæðu ímyndarþætti skortir hjá fyrirtækinu og hvernig er hægt að tengja fyrirtækið við nýja ímyndarþætti sem oft á tíðum eru til staðar en viðskiptavinum er ekki nægjanlega kunnugt um.

coverpage_ibk2

Niðurstaða ímyndarráðgjafar Verdicta er Ímyndarbók þar sem tilgreind er nákvæm greining á ímynd fyrirtækis og „Road Map” fyrir næstu ár – hvernig á að stefna að öflugri og jákvæðari ímynd á næstu misserum og árum. Kosturinn við Ímyndarbók er að hana geta fyrirtæki yfirleitt nýtt sér næstu misseri og ár. Mörg fyrirtæki nota Ímyndarbækur Verdicta í mörg ár eftir að vinnu lýkur.

– – –

Nánar um mælingar á ímynd:

Mælingar á ímynd