verdicta.is

Hefðbundnar kannanir

Í meira en 10 ár hefur Verdicta unnið hefðbundnar kannanir fyrir ríki, stofnanir, einkafyrirtæki, einkaaðila o.fl. Um er að ræða hefbundnar tölfræðikannanir, viðhorfskannanir eða skoðanakannanir og bæði netkannanir og símakannanir, litlar og stórar kannanir. Við veljum úrtak, förum yfir spurningar, veljum aðferðafræði í samráði við verkkaupa, finnum hópa og sjáum um gagnasöfnun, úrvinnslu, afhendingu og kynningu.

Margir viðskiptavina okkar segja að kosturinn við okkar kannanir sé sú ráðgjöf sem við veitum í kjölfar kannanna því við hjálpum viðskiptavinum að draga réttar ályktanir og finna út meginniðurstöður og að ræða hvaða aðgerða er skynsamlegast að grípa til í kjölfar kannanna.

Hefðbundnar tölfræðikannanir henta vel þegar þarf að finna út hversu margir aðhyllast tiltekna skoðun eða viðhorf. Ef það er mikilvægt að skilja hver viðhorfin eru má oft gefa þær ráðleggingar að djúpar viðhorfskannanir henti betur til að skilja hugsanir, ástæður þeirra og eðli.

Hafðu samband (info@verdicta.com) ef þú vilt fá hagstætt tilboð í könnun.

Hér má sjá sýnishorn af könnunum sem Verdicta hefur unnið:

synishorn_kannanir2