verdicta.is

Eftirlitsmál og samkeppni

Gagnvart eftirlitsaðilum

Verdicta hefur hjálpað mörgum fyrirtækjum að vinna úr málum sem tengjast opinberum aðilum eins og Samkeppniseftirliti, Neytendastofu, Fjármálaeftirliti o.s.frv. Oft eru þetta fyrirspurnir, ábendingar, úrskurðir eða að vinna stuðningsgögn inn í málflutning og svör fyrirtækja gagnvart þessum aðilum.

Gagnvart samkeppnisaðilum

Verdicta hefur langa reynslu í að hjálpa fyrirtækjum í baráttu gagnvart samkeppni. Oft er um að ræða samanburðarupplýsingar sem notað er í markaðsefni eða að verið er að útbúa stuðningsefni fyrir sölufólk sem nýtist í að styrkja söluna með traustari upplýsingagjöf og skýrari mynd af samanburði tveggja eða fleiri fyrirtækja. Hvað þetta varðar þá gefur Verdicta út óháð mat á valkostum sem eru fyrir hendi á markaði. Í gegnum greininar af þessum toga hefur oft komið í ljós mjög mikill munur á valkostum á íslenskum neytendamarkaði þegar aðilar eru bornir saman, jafnvel í þeim tilvikum þar sem neytendur telja að munur sé mjög lítill.