Verdicta hefur í 10 ár mælt ímynd margra fyrirtækja og komið með ráðgjöf um að bæta hana. Til að mæla ímynd eru nokkrar aðferðir heppilegar og fer það eftir því hven miklar upplýsingar fyrirtæki vilja greina um ímynd hvaða aðferð hentar best í hverju tilviki fyrir sig.
Aðferð 1: Fyrsta stigs ímyndarmælingar
Mörg fyrirtæki nota almenna mælikvarða til að fá upplýsingar um ímynd þótt ekki sé verið að mæla ímynd með beinum og nákvæmum hætti. Þeta er gert með því að mæla annaðhvort NPS eða hvort fólki finnst ímynd fyrirtækis vera jákvæð eða neikvæð. NPS er í mörgum tilfellum haldgóð vísbending um ímynd en þegar spurt er um hvort fólki finnist að ímynd sé jákvæð eða neikvæð þá er hægt að greina sæmilega hvar ímynd liggur þó að ekki sé verið að greina neinar ástæður sem liggja að baki.
Aðferð 2: Annars stigs ímyndarmælingar
Til að fá betri upplýsingar um ímynd er hægt að mæla hvort ímynd sé jákvæð eða neikvæð og bæta svo við kortlagningu á því hvað fólki finnst jákvætt eða neikvætt við tiltekið fyrirtæki. Með því fást ágætar vísbendingar um þá grunnþætti sem eru ráðandi í ímynd. Þarna er þó ekki verið að kafa djúpt – ekki verið að kortleggja ómeðvitaðar hugsanir – en niðurstöður eru þó nógu nákvæmar til að byggja á áætlun um breytingar á ímynd.
Aðferð 3: Þriðja stigs ímyndarmælingar – Mælingar á ómeðvituðum hugsunum
Til að fá nákvæmar mælingar á ímynd býður Verdicta upp á BrandFactor mælingar. Notuð eru sömu fræði og við adFactor mælingarnar sem Verdicta býður upp á en með þeim er hægt að mæla ímyndarþætti nákvæmlega og fá öruggan, tölulegan mælikvarða á þá þætti. Út úr BrandFactor mælingum kemur því allt um ímyndina (heildarsýn), nákvæm skilgreining á ráðandi ímyndarþáttum og vörpum yfir í talnalegan kvarða sem liggur á bilinu -100 og +100 fyrir hvern ímyndarþátt.
BrandFactor mælingar eru því í senn nákvæmar, gefa heildarsýn og fanga ómeðvitaðar upplýsingar bæði með orðum og einnig talnalegum mælikvöðrum sem gera fyrirtækjum kleyft að fylgjast með breytingum á einstökum ímyndarþáttum yfir tímabil.