verdicta.is

PensionPro SAM-2018 – Viðurkenningar til lífeyrissjóða

Við val á lífeyrissjóð (sameign) hefur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda verið valinn sem fyrsti valkostur almennings fyrir árið 2018.

Við hjá óháða ráðgjafafyrirtækinu Verdicta höfum rannsakað árangur íslenskra lífeyrisjóða og gefið út skýrslu, PensionPro, um árangur þeirra, bæði gagnvart sameignar- og séreignarsjóðum. Hafa sérfræðingar á vegum okkar stuðst við öll helstu gögn sem gefa upplýsingar um árangur og starfsemi lífeyrissjóða, m.a. gögn frá Fjármálaeftirliti, árskýrslur lífeyrissjóða, útgefið efni Seðlabanka Íslands og útgefið efni frá Landsamtökum lífeyrissjóða. Einnig hafa vísindagreinar íslenskra fræðimanna um lífeyrismál verið notaðar sem stuðningsefni.

NIÐURSTAÐA FYRIR SAMEIGNARSJÓÐI 2018
PENSIONPRO SAM-2018:
Þegar langtímaárangur íslenskra sameignarsjóða er skoðaður í 20 ár (1997-2016) þá kemur í ljós að Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er með hæstu ávöxtun allra sameignarsjóða sem standa almenningi opnir. Ávöxtun sameignarsjóðs þeirra hefur verið 5,02% að meðaltali í 20 ár (meðalraunávöxtun) og er það einstakur árangur.

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur að auki sýnt jafnan stöðugleika sé miðað við aðra sambærilega sjóði á Íslandi og kemur hann einnig vel út þegar ýmis önnur tímabil eru skoðuð nánar, bæði árin fyrir og eftir hrun. Sérstaklega hefur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda skarað framúr á árunum eftir hrun, þar sem hann er með 8,74% í meðalraunávöxtun fyrir árin 2009-2012. Þessi árangur, sem og árangurinn í heild, er afar góður og er því hægt að mæla með Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda sem fyrsta valkosti almennings á árinu 2018.

Nánari upplýsingar:

Verdicta.is | Verdicta.com
Túngötu 6 (kort)
101 Reykjavík
S. 517-6060