verdicta.is

Rannsóknir og endurgjöf í starfsmannamálum

Starfsmannarannsóknir Verdicta kortleggja hvað starfsfólki finnst um vinnustaðinn og hvernig starfsfólk stendur sig gagnvart þeim markmiðum sem því eru sett.  Starfsmenn geta nafnlaust sett fram endurgjöf til fyrirtækis og yfirmanna.

Starfsmannarannsóknir Verdicta styðjast við aðferðafræði sem er í notkun hjá þúsundum fyrirtækja í Skandinavíu, Evrópu og víðar. Þar er byggt á að varpa fram heildarmynd af sérhverjum starfsmanni með sjónarmið bæði starfsmannsins í huga og einnig sjónarmið vinnustaðarins í huga.

Starfsmannarannsóknir Verdicta byggja á þessum 5 lykilþáttum:

  1. Framistöðumat (Performance Review). Hversu vel er starfsmaður að standa sig gagnvart viðskiptavinum og fyrirtækinu sjálfu? Er viðkomandi að standa sig undir eða yfir væntingum?
  2. Ánægjumat (Overall Employee Satisfaction). Hversu ánægt er fólk í starfi? Hvernig er ánægja miðað við önnur fyrirtæki?
  3. Stuðnings- og framvindumat (Leadership Effectiveness). Hvernig líður starfsfólki í starfi og hvað er gert til að hámarka getu og möguleika hvers og eins?
  4. Persónumat (Work/Life Balance). Eru stjórnendur fyrirtækisins að styðja nægjanlega við starfsfólkið?
  5. Samanburðarmat (HR Benchmarking). Samanburður við stöðuna í öðrum fyrirtækjum hér heima og erlendis.

Starfsmannarannsóknir Verdicta henta vel fyrir starfsmannastjóra og þá sem hafa með starfsmannamál að gera.

Sérstaða okkar

uc-hrStarfsmannarannsóknir Verdicta hafa þá sérstöðu að djúp viðhorf og hugsanir eru kortlagðar. Ómeðvitaðar hugsanir eru kortlagðar og gefur það miklu betri upplýsingar um margt sem tengist starfsmannamálum eins og t.d. hver ímynd starfsmanna sé á yfirmanni sínum og fyrirtækinu í heild. Slík atriði er erfitt að greina nákvæmlega með því að spyrja beint út um slíka þætti því hugsanir starfsmanna mótast ómeðvitaðar gagnvart mörgu sem tilheyrir málefnum starfsmanna.

Í mörgum tilfellum má því segja að skýr heildarsýn og nákvæm greining á ímyndarþáttum ásamt samanburði við ólíka geira fyrirtækja sé sérstaða Verdicta í starfsmannamálum.